Ferill 362. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 595  —  362. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Indriða Inga Stefánssyni um umferðarslys og erlend ökuskírteini.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu mörg umferðarslys hafa orðið síðastliðin tíu ár þar sem ökumaður er handhafi ökuskírteinis frá landi sem er ekki með samning við Ísland um gagnkvæma viðurkenningu ökuskírteina? Svar óskast sundurliðað eftir ári og eftir því hvort slys urðu á fólki.

    Í þessu svari er gengið út frá því að ökuskírteini erlendra ökumanna séu frá sama landi og ríkisfang þeirra segir til um. Ekki liggja fyrir sérstakar upplýsingar um frá hvaða landi ökuskírteini erlendra ökumanna eru. Þá er notast við þá nálgun að erlendir ríkisborgarar frá ríkjum utan Evrópu sem eru með íslenska kennitölu séu búnir að skipta ökuskírteini sínu yfir í íslenskt ökuskírteini.
    Í eftirfarandi töflu eru upplýsingar um fjölda umferðarslysa ökumanna sem eru handhafar ökuskírteina frá löndum sem ekki eru með samning við Ísland um gagnkvæma viðurkenningu ökuskírteina. Þau lönd sem hafa gert slíkan samning við Ísland eru lönd innan Evrópska efnahagssvæðisins, Færeyjar, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Japan og Bretland.

Ár Slys með meiðslum

Óhöpp án meiðsla

Samtals
2013 23 105 128
2014 29 151 180
2015 60 245 305
2016 82 459 541
2017 67 505 572
2018 69 495 564
2019 61 343 404
2020 13 93 106
2021 35 140 175
2022 26 316 342
Samtals 465 2852 3317